Föstudaginn 17. mars 2023 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl.  07:30. Fundurinn var haldinn að Hesthálsi 14.


Mætt voru: 

  • Magnús Örn Guðmundsson (MÖG)
  • Alexandra Briem (AB)
  • Hrannar Bragi Eyjólfsson (HBE)
  • Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
  • Lovísa Jónsdóttir (LJ)
  • Kristín Thoroddsen (KT)

Fundinn sátu einnig Jóhannes S. Rúnarsson (JSR), framkvæmdastjóri, á fjarfundi, sem ritaði fundargerð og Sigríður Harðardóttir (SH), sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs.

1. Útboð á akstri

Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu akstursútboðs í kjölfar vinnufundar stjórnar þann 8. mars sl. Búið er að boða til eigendafundur þar sem drög að útboðsgögnum verða lögð fram til samþykktar.

2. Kynning á Pant akstursþjónustu

Sturla Halldórsson, deildarstjóri Pant akstursþjónustu kom fyrir fundinn og kynnti starfsemi Pant.

Ársreikningur 2022

Sturla Jónsson, löggiltur endurskoðandi Grant Thornton kom á fundinn og fór yfir helstu þætti ársreiknings auk þess að leggja fram endurskoðunarskýrslu fyrir árið 2022. Lárus Finnbogason frá endurskoðunarnefnd Strætó fór yfir  umsögn endurskoðunarnefndar um ársreikninginn. Þar kom fram það álit endurskoðunarnefndar að ársreikningur sé tilbúinn til afgreiðslu fyrir stjórn.

Framkvæmdastjóri lagði ársreikning 2022 fram til samþykktar. Stjórn vill enn og aftur vekja athygli á að fjárhagsstaða Strætó er slæm, sbr. ársreikninginn og brýnt að leyst sé úr henni til framtíðar. Rekstrarhæfi félagsins sé einungis tryggt til skemmri tíma sbr. áritun endurskoðenda.

 

Stjórn samþykkti ársreikninginn sem sendur verður til rafrænnar undirritunar.

4. Niðurstöður vinnustaðagreiningar

Sigríður Harðardóttir, sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs kynnti helstu niðurstöður vinnustaðagreiningar sem lögð var fyrir starfsfólk Strætó í febrúar sl.

5. Tillögur og fyrirspurnir

Fyrir fundinum lág tillaga frá áheyrnarfulltrúa VG í borgarráði um frí Klappkort á öll heimili í Reykjavík. Þá lág fyrir fundinum tillaga frá áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur um vagnastöðu Strætó. Þá lá fyrir fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur um aukna tíðni á virkum dögum. Einnig lá fyrir fundinum fyrirspurn íbúaráðs Kjalarness um strætótengingu við Esjurætur og fyrirspurn frá bæjarráði Mosfellsbæjar um kostnað vegna næturstrætó í Mosfellsbæ. Stjórn fól framkvæmdastjóra að svara tillögunum og fyrirspurnunum í samræmi við umræður á fundinum.

Önnur mál

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 9:30.